Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Öruggur Njarðvíkursigur
Föstudagur 19. desember 2014 kl. 09:12

Öruggur Njarðvíkursigur

Salisbury kvaddi með stæl

Njarðvíkingar unnu öruggan sigur á Þór í Domino's deild karla í gær, þar sem Justin Salisbury kvaddi með látum. Lokatölur urðu 96-68 fyrir heimamenn í Njarðvík, en Salisbury skoraði 44 stig í leiknum og tók auk þess 13 fráköst fyrir Njarðvíkinga. Logi Gunnarsson skoraði 21 stig fyrir þá grænklæddu sem sitja nú í fimmta sæti deildarinnar með 12 þegar komið er jólafrí.

Óhætt er að segja að sigur Njarðvíkinga hafi aldrei verið í hættu, en þeir höfðu 15 stiga forystu í hálfleik. Þeir stigu svo fastar á bensínið í seinni hálfleik og juku forystuna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvík-Þór Þ. 96-68 (23-15, 22-15, 25-19, 26-19)

Njarðvík: Dustin Salisbery 44/13 fráköst, Logi Gunnarsson 21/4 fráköst, Ágúst Orrason 12, Ragnar Helgi Friðriksson 6, Hjörtur Hrafn Einarsson 4/9 fráköst, Ólafur Aron Ingvason 4, Mirko Stefán Virijevic 3/9 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 2, Oddur Birnir Pétursson 0, Maciej Stanislav Baginski 0/5 fráköst, Magnús Már Traustason 0, Snorri Hrafnkelsson 0.