Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Öruggur Keflavíkursigur á Njarðvík
Emelía Gunnarsdóttir á fullri ferð í leik Keflavíkur og Njarðvíkur. VF-mynd/pket.
Miðvikudagur 1. nóvember 2017 kl. 22:39

Öruggur Keflavíkursigur á Njarðvík

Keflavíkurstúlkur vann öruggan sigur á Njarðvík í Domino’s deild kvenna í körfubolta í Sláturhúsinu í Keflavík í kvöld. Lokatölur urðu 74-54.
Keflavík var með nokkra yfirburði í fyrri hálfleik og leiddi með tuttugu stigum. Þær njarðvísku stóðu sig betur í seinni hálfleik og héldu jöfnu, unnu þriðja leikhlutann með stigi en töpuðu fjórða með með sama mun. Lokatölur sem fyrr segir 74-54.

Brittany Dinkins var stigahæst hjá Keflavík með 27 stig, 6 fráköst, 6 stoðsendingar og sex stolna bolta, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir skoraði 10 stig og Thelma Dís 10. Hjá Njarðvík skoraði Shalonda R. Winton 15 stig og tók 20 fráköst, María Jónsdóttir skoraði 9 og Björk Gunnarsdóttir 7 stig.

Páll Ketilsson tók nokkrar myndir á leiknum sem eru hér að neðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

+