Öruggur Grindavíkursigur og þriðja sætið í höfn - Myndaveisla!
Grindvíkingar eru komnir upp í 3. sæti Inkasso-deildar kvenna í knattspyrnu eftir góðan 3-0 sigur á ÍR í Grindavík í gærkvöldi. Þegar sex umferðir eru búnar hafa Grindvíkinar unnið þrjá leiki, gert tvö jafntefli og tapað einum leik.
Margrét Hulda Þorsteinsdóttir skoraði tvö marka Grindavíkur. Það fyrsta á 21. mínútu og það síðara á 77. mínútu. Shannon Simon skoraði fyrir Grindavík á 42. mínútu.