Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Öruggur Grindavíkursigur gegn Njarðvík
Fimmtudagur 25. október 2012 kl. 21:57

Öruggur Grindavíkursigur gegn Njarðvík

Grindavík vann öruggan sigur gegn Njarðvík í fjórðu umferð í Dominos-deild karla sem fram fór í kvöld..

Grindavík vann öruggan sigur gegn Njarðvík í fjórðu umferð í Dominos-deild karla sem fram fór í kvöld. Lokatölur urðu 107-81 fyrir Grindavík sem höfðu mikla yfirburði í leiknum.

Grindavík skoraði 63 stig í fyrri hálfleik gegn 38 stigum Njarðvíkur. Sigurinn var aldrei í hættu þrátt fyrir góðan síðasta leikhluta hjá Njarðvík. Grindvíkingar hafa unnið þrjá af fjórum leikjum sínum í deildinni og eru efstir ásamt Stjörnunni, Snæfelli og Fjölni. Njarðvík hefur hins vegar aðeins unnið einn leik.

Samuel Zeglinski var stigahæstur í liði Grindavíkur með 26 stig. Aaron Broussard kom næstur með 21 stig. Marcus Van var atkvæðamestur í liði Njarðvíkur með 24 stig og 22 fráköst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavík-Njarðvík 107-81 (31-17, 32-21, 26-13, 18-30)

Grindavík: Samuel Zeglinski 26/10 fráköst/5 stoðsendingar, Aaron Broussard 21/8 fráköst/9 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 17/5 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 13/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 13, Björn Steinar Brynjólfsson 10, Hinrik Guðbjartsson 4, Jens Valgeir Óskarsson 2, Ármann Vilbergsson 1.

Njarðvík: Marcus Van 24/22 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 13/4 fráköst, Ágúst Orrason 11/7 fráköst, Elvar Már Friðriksson 10, Hjörtur Hrafn Einarsson 7, Kristján Rúnar Sigurðsson 7, Ólafur Helgi Jónsson 3, Jeron Belin 2, Magnús Már Traustason 2.