Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Öruggur Grindavíkursigur á Tindastól
Sunnudagur 10. febrúar 2008 kl. 21:49

Öruggur Grindavíkursigur á Tindastól

Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöld þar sem Grindvíkingar tóku á móti Tindastól í Röstinni. Lokatölur leiksins voru 108-78 Grindvíkingum í vil en liðin mættust í kvöld þar sem viðureign þeirra var frestað frá því í síðustu viku.

 

Hamar lagði Snæfelli 98-80 í Stykkishólmi og fyrr í dag lagði Þór Akureyri Stjörnuna 89-84.

 

Keflavík er sem fyrr á toppi deildarinnar með 28 stig, KR hefur 26 stig í 2. sæti og Grindavík hefur 24 stig í 3. sæti.

 

Ef úrslitakeppnin myndi hefjast í dag myndu liðin raðsta eftirfarandi í fyrstu umferð:

 

Keflavík-Tindastóll

KR-ÍR

Grindavík-Snæfell

Skallagrímur-UMFN

 

Nú er 16 umferðum lokið í Iceland Express deild karla og eru og 6 umferðir eftir og mikil spenna um hvert sæti í deildinni.

 

VF-Mynd/ [email protected] - Griffin og Grindvíkingar áttu ekki neinum vandræðum með Stólana í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024