Öruggur 5-0 sigur hjá Þrótti gegn Afríku
Þróttur úr Vogum átti ekki í vandræðu með lið Afríku í 4. deild karla í gærkvöldi. Vogamenn unnu öruggan 5-0 sigur eftir að hafa leitt 3-0 í hálfleik.
Páll Guðmundsson kom Þrótti yfir á 31. mínútu með marki úr vítaspyrnu og Magnús Ólafsson bætti svo við tveimur mörkum fyrir hálfleik. Reynir Þór Valsson gerði út um leikinn með tveimur mörkum í síðari hálfleik og góður sigur Þróttara staðreynd.
Með sigrinum fer Þróttur upp í 2. sæti A-riðils 4. deildar karla með 13 stig úr sex leikjum. Þróttur fer upp að hlið KFG sem er einnig með 13 stig í efsta sæti deildarinnar en hefur leikið einum leik færra en Þróttur. Næsti leikur Vogamanna fer fram 1. júlí næstkomandi þegar liðið sækir Álftanes heim á Bessastaðavelli.
Félag | L | U | J | T | Mörk | Net | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | KFG | 5 | 4 | 1 | 0 | 20 - 7 | 13 | 13 |
2 | Þróttur V. | 6 | 4 | 1 | 1 | 18 - 8 | 10 | 13 |
3 | KFS | 6 | 4 | 0 | 2 | 12 - 9 | 3 | 12 |
4 | Álftanes | 5 | 3 | 0 | 2 | 14 - 6 | 8 | 9 |
5 | Kóngarnir | 6 | 2 | 1 | 3 | 15 - 12 | 3 | 7 |
6 | Árborg | 5 | 2 | 0 | 3 | 8 - 14 | -6 | 6 |
7 | Stokkseyri | 5 | 1 | 0 | 4 | 4 - 18 | -14 | 3 |
8 | Afríka | 6 | 0 | 1 | 5 | 2 - 19 | -17 | 1 |
Handknattleiksmaðurinn Freyr Brynjarsson leikur með Þrótti í Vogum.
Mínútuþögn var fyrir leikinn til minningar um Ólaf Rafnsson, forseta ÍSÍ, sem féll frá fyrir skömmu.
Þróttarar fögnuðu vel í leikslok.
Til hægri er Þorsteinn Gunnarsson, þjálfari Þróttar.