Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Íþróttir

Öruggt hjá Þrótturum
Þróttarar halda sínu striki og gleðja áhangendur sína.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 24. apríl 2021 kl. 12:59

Öruggt hjá Þrótturum

Þróttarar áttu ekki í vandræðum með KV í fyrstu umferð Mjólkurbikars karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á KR-vellinum í gær.

Það var Spánverjinn Rubén Lozano Ibancos sem kom Þrótturum á bragðið með marki úr vítaspyrnu á 16. mínútu. Hann var aftur á ferðinni tveimur mínútum síðar (18') og Þróttur leiddi í hálfleik 2:0.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Viktor Smári Segatta skoraði þriðja og síðasta mark Þróttara í seinni hálfleik (69') en KV minnkaði muninn tveimur mínútum siðar (71'). Lengra komust þeir ekki og Þróttur er komið í aðra umferð Mjólkurbikarsins.

Dubliner
Dubliner