Öruggt hjá Suðurnesjaliðunum
Bæði Keflvíkingar og Njarðvíkingar unnu örugga sigra í fyrirtækjabikar karla í körfubolta í gær. Keflvíkingar unnu Valsmenn með 20 stiga mun, 77-97 þar sem Guðmundur Jónsson fór fyrir liðinu, en hann skoraði 21 stig í leiknum. Bandarísku leikmenn Keflavíkur skiluðu sínu og Magnús Gunnarsson skilaði 12 stigum í hús. Keflvíkingar gerðu út um leikinn í þriðja leikhluta en þá hrökk Guðmundur í gang.
Valur-Keflavík 77-97 (24-20, 17-26, 15-24, 21-27)
Keflavík: Guðmundur Jónsson 21/4 fráköst, Darrel Keith Lewis 19/4 fráköst, Michael Craion 17/12 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 12/7 fráköst, Valur Orri Valsson 11, Gunnar Ólafsson 5, Almar Stefán Guðbrandsson 4, Ragnar Gerald Albertsson 3, Andri Daníelsson 3, Þröstur Leó Jóhannsson 2, Hafliði Már Brynjarsson 0.
Njarðvíkingar unnu yfirburðarsigur á Fjölnismönnum 119-66 þar sem þeir Ágúst Orrason og Elvar Már Friðriksson skoruðu 26 og 25 stig hvor. Alls skoruðu fimm leikmenn Njarðvíkinga yfir 10 stig í leiknum sem var einstefna frá upphafi.
Fyrirtækjabikar karla, B-riðill
Njarðvík-Fjölnir 119-66 (30-16, 30-15, 32-16, 27-19)
Njarðvík: Ágúst Orrason 26/5 fráköst, Elvar Már Friðriksson 25/4 fráköst/10 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 19/4 fráköst, Nigel Moore 14/9 fráköst/5 stolnir, Hjörtur Hrafn Einarsson 11/5 fráköst, Óli Ragnar Alexandersson 7/7 stoðsendingar, Ragnar Helgi Friðriksson 6, Magnús Már Traustason 5/5 fráköst, Brynjar Þór Guðnason 4, Egill Jónasson 2/5 varin skot, Maciej Stanislav Baginski 0.