Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Öruggt hjá Suðurnesjaliðunum
Miðvikudagur 18. september 2013 kl. 09:12

Öruggt hjá Suðurnesjaliðunum

Bæði Keflvíkingar og Njarðvíkingar unnu örugga sigra í fyrirtækjabikar karla í körfubolta í gær. Keflvíkingar unnu Valsmenn með 20 stiga mun, 77-97 þar sem Guðmundur Jónsson fór fyrir liðinu, en hann skoraði 21 stig í leiknum. Bandarísku leikmenn Keflavíkur skiluðu sínu og Magnús Gunnarsson skilaði 12 stigum í hús. Keflvíkingar gerðu út um leikinn í þriðja leikhluta en þá hrökk Guðmundur í gang.

Valur-Keflavík 77-97 (24-20, 17-26, 15-24, 21-27)

Keflavík: Guðmundur Jónsson 21/4 fráköst, Darrel Keith Lewis 19/4 fráköst, Michael Craion 17/12 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 12/7 fráköst, Valur Orri Valsson 11, Gunnar Ólafsson 5, Almar Stefán Guðbrandsson 4, Ragnar Gerald Albertsson 3, Andri Daníelsson 3, Þröstur Leó Jóhannsson 2, Hafliði Már Brynjarsson 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvíkingar unnu yfirburðarsigur á Fjölnismönnum 119-66 þar sem þeir Ágúst Orrason og Elvar Már Friðriksson skoruðu 26 og 25 stig hvor. Alls skoruðu fimm leikmenn Njarðvíkinga yfir 10 stig í leiknum sem var einstefna frá upphafi.

Fyrirtækjabikar karla, B-riðill

Njarðvík-Fjölnir 119-66 (30-16, 30-15, 32-16, 27-19)

Njarðvík: Ágúst Orrason 26/5 fráköst, Elvar Már Friðriksson 25/4 fráköst/10 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 19/4 fráköst, Nigel Moore 14/9 fráköst/5 stolnir, Hjörtur Hrafn Einarsson 11/5 fráköst, Óli Ragnar Alexandersson 7/7 stoðsendingar, Ragnar Helgi Friðriksson 6, Magnús Már Traustason 5/5 fráköst, Brynjar Þór Guðnason 4, Egill Jónasson 2/5 varin skot, Maciej Stanislav Baginski 0.