Öruggt hjá meisturunum
Íslandsmeistarar Keflavíkur hófu tiltilvörn sína með öruggum sigri á ÍR í Seljaskóla, 81-98.
ÍR byrjaði leikinn betur og leiddi eftir fyrsta leikhluta, 25-23. Meistararnir tóku þá við sér og náðu mest 12 stiga forskoti sem þeir létu aldrei af hendi.
Í seinni hálfleik var það sama uppi á teningnum og Keflvíkingar héldu öruggu forskoti allt til loka.
Keflvíkingar mæta Skallagrími í Sláturhúsinu á sunnudag.
VF-mynd úr safni. Úr leik liðanna í úrslitakeppninni.