Öruggt hjá Keflavíkurstúlkum

Keflavík vann sigur á Skallagrími í Domino’s deild kvenna í körfubolta sl. Laugardag í Borgarnesi. Lokatölur urðu 70-92.

Leikurinn var sveiflukenndur. Gestirnir náðu 13 stiga forskoti eftir fyrsta leikhluta en heimakonur komu til baka og minnkuðu muninn og héldu svo í við Keflavík fram í lok þriðja leikhluta. Í lokaleikhlutanum völtuðu Keflavíkurstúlkur yfir Skallana og unnu stórsigur.

Keflavíkurstúlkur deila efsta sætinu með Val þegar stutt er í úrslitakeppni. Brittany Dinkins skoraði 35 stig og tók 14 stig og fór yfir 30 stigin í 8. skipti í vetur sem er magnað.

Skallagrímur-Keflavík 70-92 (12-25, 22-13, 23-24, 13-30)

Keflavík: Brittanny Dinkins 35/14 fráköst/13 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 17/6 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 15/5 stoðsendingar, Katla Rún Garðarsdóttir 8, Birna Valgerður Benónýsdóttir 6, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 5/5 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 4/6 fráköst/6 stoðsendingar, Embla Kristínardóttir 2, Elsa Albertsdóttir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0, Eydís Eva Þórisdóttir 0, Hjördís Lilja Traustadóttir 0.