Öruggt hjá Keflavíkurstúlkum
Keflavík sigraði KR, 82:61, í úrvalsdeild kvenna í gær í Vesturbænum og eru Keflavíkurstúlkur því enn ósigraðar í deildinni eftir fimm umferðir. Grindavíkurstúlkur töpuðu óvænt fyrir nýliðum Hauka, 71:63, á Ásvöllum. Þá sigruðu Njarðvíkurstúlkur ÍS, 70-57, en sigurinn var í raun aldrei í hættu.Keflavíkurstúlkur eru sem fyrr á toppnum með 10 stig, Grindvíkingar eru með 6 stig í 2. - 3. sæti. en UMFN er með 4 stig.