Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 17. nóvember 1998 kl. 16:32

ÖRUGGT HJÁ KEFLAVÍK OG NJARÐVÍK

Keflvíkingar og Njarðvíkingar unnu hvort um sig tvo örugga sigra í vikunni og eru nú í efstu sætum deildarinnar en Grindvíkingar töpuðu einum og unnu einn og eru í tíunda (10.) sæti.Jafnvægi í leik Njarðvíkinga Njarðvíkingar unnu Ísfirðinga (95-71) og Borgnesinga (86-98) örugglega og virðist jafnvægi verið komið á leik liðsins. Ísfirðingar hófu leikinn af krafti en um leið og Njarðvíkingar náðu takti var ekki að sökum að spyrja. Hermann Hauks lék sinn besta leik með Njarðvík fram að þessu, barðist af miklum krafti í vörninni og var marghliða ógn í sókninni. Páll Kristinsson var þrátt fyrir stórleik Hermanns bestur heimamanna að þessu sinni. Hann er í hlutverki sjötta manns, hefur ekki leikina, og er að skila gríðarlega miklu til liðins. Friðrik R., Teitur, Friðrik St. og Brenton skiluðu allir hlutverkum sínum með sóma.Í Borgarnesi léku heimamenn sinn besta leik á tímabilinu en áttu þrátt fyrir það ekki möguleika á sigri. ,,Kippan” lék öll vel fyrir Njarðvíkinga, skoruðu allir milli 13-20 stig, og liðið greinilega ákveðið að vera ekki fyrstir til að tapa fyrir Borgnesingum á tímabilinu sem sitja stigalausir á botninum. Keflvíkingar langbestir Keflvíkingar tóku Grindvíkinga (78-68) og Hauka (71-89) í sína pressu og skyttukrumlur og sigruðu báða leikina örugglega þrátt fyrir að sóknarleikur liðsins hiksti eitthvað þessa dagana. Það er í sjálfu sér áhyggjuefni fyrir önnur lið að Keflvíkingar séu að sýna það að þeir geta lifað langtímum saman án þriggja stiga skotanna sem hafa verið aðall liðins um árabil. Það þýðir að þegar skotin byrja að ,,detta” geta þau kvatt stigin í boði. Damon Johnson fer hamförum þessa dagana og er öðrum fremur ábyrgur fyrir velgegninni þessa dagana. Hann skoraði 34 og tók 16 fráköst gegn Grindavík og skoraði 24 og tók 18 fráköst gegn Haukum. 10. sætið Grindvíkinga Grindvíkingar töpuðu eins og áður hefur komið fram gegn Keflvíkingum í leik þar sem sóknaraðgerðir liðsins voru í molum allan leikinn en vörnin hélt lengi vel liðinu inni í leiknum og segja má að þar hafi sést ljósið í myrkrinu. Liðið er á áður ókönnuðu svæði, meðal neðstu liða, og mikilvægt fyrir alla sem að koma að halda ró sinni því aðeins eru 7. umferðir búnar og á mikið vatn eftir að renna til sjávar, skólp sem bergvatn, áður en úrslitakeppnin lítur dagsins ljós. Ekki er hægt að hæla neinum vegna leiksins gegn Keflvíkingum en Páll Axel jók skemmtanagildið með þriggja stiga skotsýningu undir lok leiksins og tókst með því að láta lokatölurnar líta betur út. Grindvíkingar sýndu síðan, í beinni á Stöð 2, sinn besta leik í langan tíma gegn Val Ingimundar og Sauðkræklingum hans. Herbert (24), Peeples (21,8 fráköst), Pétur (17, 10 fráköst) og Guðmundur (6, 15 fráköst) áttu allir skínandi leik og gáfu áhagendum ákveðna von um batnandi tilveru.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024