Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Öruggt hjá Keflavík í Suðurnesjaslag
  • Öruggt hjá Keflavík í Suðurnesjaslag
Mánudagur 23. janúar 2017 kl. 10:25

Öruggt hjá Keflavík í Suðurnesjaslag

Njarðvíkingar töpuðu stórt á heimavelli

Keflvíkingar unnu öruggan sigur á grönnum sínum í Grindavík þegar liðin mættust í Domino’s deild kvenna um helgina. Grindvíkingar sem sitja á botni deildarinnar eru enn án erlends leikmanns. Keflvíkingar eru í toppbaráttunni ásamt Skallagrím en liðin eru efst og jöfn. Lokatölur leiksins 76:50 en Keflvíkingar náðu mest 33 stiga forystu í leiknum og sigurinn því aldrei í hættu.


Keflavík-Grindavík 76-50 (14-12, 28-15, 22-9, 12-14)

Keflavík: Ariana Moorer 18/7 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 13/4 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 12/4 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 9, Thelma Dís Ágústsdóttir 8/4 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 8, Erna Hákonardóttir 3, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/8 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 2, Svanhvít Ósk Snorradóttir 1, Elsa Albertsdóttir 0/4 fráköst.

Grindavík: María Ben Erlingsdóttir 15/8 fráköst, Lovísa Falsdóttir 10/7 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 7/4 fráköst, Íris Sverrisdóttir 6, Ólöf Rún Óladóttir 6, Ingunn Embla Kristínardóttir 4/9 fráköst, Elísabet María Magnúsdóttir 2, Vigdís María Þórhallsdóttir 0, Angela Björg Steingrímsdóttir 0/5 fráköst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvíkingar töpuðu stórt gegn Íslandsmeisturum Snæfells á heimavelli sínum, 64:93 þar sem Carmen Tyson Thomas skoraði 33 stig og tók 11 fráköst. Njarðvíkingar eru að berjast um fjórða sætið en þær eru sem stendur fjórum stigum frá Stjörnunni sem þar dvelja.

Njarðvík-Snæfell 64-93 (17-19, 9-34, 22-24, 16-16)

Njarðvík: Carmen Tyson-Thomas 33/11 fráköst, Björk Gunnarsdótir 9, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 8, María Jónsdóttir 6/5 fráköst, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 3, Heiða Björg Valdimarsdóttir 2, Soffía Rún Skúladóttir 2/6 stoðsendingar, Ína María Einarsdóttir 1.