Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Öruggt hjá Keflavík en Grindavík tapaði í kvennakörfunni
Marín Laufey skorar fyrir Keflavík gegn KR í gær. Mynd/SkúliSig/karfan.is
Fimmtudagur 16. október 2014 kl. 07:31

Öruggt hjá Keflavík en Grindavík tapaði í kvennakörfunni


Keflavík vann KR örugglega í Domino’s-deild kvenna í körfubolta 99-61 en Grindavík mátti hins vegar þola tap í Röstinni gegn Haukum 59-71.

Keflavíkurstúlkur unnu þar með sinn fyrsta leik á tímabilinu en þær töpuðu í fyrstu umferð fyrir Haukum. Sara Rún Hinriksdóttir skoraði mest hjá heimaliðinu eða 21 stig. Keflavík fékk tvo nýja leikmenn fyrir tímabilið, þær Marín laufey Davíðsdóttur og Hallveigu Jónsdóttur og þær hafa komið sterkar inn í liðið en Hallveig skoraði 19 stig gegn KR. Carmen Tyson var með 13 og Sandra Lind Þrastardóttir  11 stig.

Hjá Grindvíkingum var Rachel Tecca stigahæst með 22 stig og tók 11 fráköst en María Ben var með 10 stig og 5 fráköst. Pálína Gunnlaugsdóttir hitti illa en aðeins rataði boltinn tvisvar í þrettán tilraunum í gegnum körfuhringinn hjá henni. Lee Hardy fór hamförum hjá Haukum eins og alltaf og skoraði 22 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024