Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Öruggir sigrar hjá Suðurnesjaliðunum
Thelma Dís Ágústsdóttir fór fyrir Keflvíkingum í gær. Myndir úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 4. október 2023 kl. 09:10

Öruggir sigrar hjá Suðurnesjaliðunum

Keflavík, Njarðvík og Grindavík unnu öll sína leiki örugglega í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í gær þegar önnur umferð deildarinnar fór fram.

Keflavík - Stjarnan 84:58

Eftir jafnan fyrri hálfleik þar sem munaði aðeins einu stigi á liðunum (35:34) gáfu Keflvíkingar í og unnu þriðja leikhluta með tólf stigum (27:15). Eftir það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi lenda.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Thelma Dís Ágústdóttir var með tuttugu stig, fimm fráköst og eina stoðsendingu og Anna Ingunn Svansdóttir var með fjórtán stig. Daniella Wallen var iðin eins og venjulega, með tólf stig, ellefu fráköst, tvær stoðsendingar og 21 framlagspunkta.

Emile Sofie Hessedal gerði fimmtán stig, tók þrettán fráköst auk þess að eiga tvær stoðsendingar.

Njarðvík - Breiðablik 82:65

Njarðvík sigldi sínum fyrsta sigri í höfn eftir að hafa tapað í fyrstu umferð fyrir Keflavík í hörkuviðureign. Sigur Njarðvíkinga var öruggur, þær tóku tíu stiga forystu í fyrsta leikhluta og bættu jafnt og þétt í eftir það.

Lára Ösp Ásgeirsdóttir var stigahæst hjá Njarðvík með nítján stig og þá var Jana Falsdóttir með sextán og Emile Sofie Hesseldal með fimmtán stig.

Eve Braslis var stigahæst Grindvíkinga í gær.

Snæfell - Grindavík 47:93

Grindvíkingar áttu ekki í neinum vandræðum með nýliða Snæfells og unnu öruggan 46 stiga sigur.

Þær Eve Braslis og Danielle Rodriguez voru atkvæðamestar hjá Grindavík, Braslis var með 25 stig, ellefu fráköst og  tvær stoðsendingar og Rodriguez með 20 stig, sjö fráköst og fimm stoðsendingar.