Öruggir sigrar hjá Njarðvík og Keflavík
Njarðvíkingar og Keflvíkingar styrktu stöðu sína í Domino’s deildinni í körfubolta þegar bæði lið sigruðu í umferð vikunnar. Njarðvík vann granna sína úr Grindavík með yfirburðum og Keflavík vann Skallagrím léttilega.
Búist var við hörkuleik þegar Grindvíkingar mættu í Ljónagryfjuna enda sýndu þeir góða takta eftir slaka leiki undanfarið. Leikurinn var jafn til að byrja með en svo voru miklar sveiflur. Heimamenn náðu miklu forskoti eftir annan leikhluta og leiddu með 22 stiga mun í hálfleik. Grindvíkingar komu til baka í þriðja þriðjungi og minnkuðu muninn en síðan ekki söguna meir og Njarðvík valtaði yfir þá í lokafjórðungnum.
Maciek Baginski var stigahæstur Njarðvíkinga með 23 stig og svo kom nýi miðherjinn hávaxni, Eric Katenda sterkur inn í sínum öðrum leik og skoraði 17 stig, tók 15 fráköst og varði 7 skot. Lewis Clinch Jr. var með 15 stig hjá Grindavík.
Njarðvík-Grindavík 94-65 (28-25, 28-9, 12-21, 26-10)
Njarðvík: Maciek Stanislav Baginski 23, Eric Katenda 17/15 fráköst/7 varin skot, Elvar Már Friðriksson 15/9 fráköst/5 stoðsendingar, Kristinn Pálsson 14, Ólafur Helgi Jónsson 10/5 fráköst, Mario Matasovic 7/4 fráköst, Jeb Ivey 6/10 stoðsendingar, Jon Arnor Sverrisson 2/4 fráköst, Veigar Páll Alexandersson 0, Logi Gunnarsson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Snjólfur Marel Stefánsson 0.
Grindavík: Lewis Clinch Jr. 15/4 fráköst, Jordy Kuiper 14/8 fráköst, Ólafur Ólafsson 10/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 10/7 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 10, Johann Arni Olafsson 3, Kristófer Breki Gylfason 3, Nökkvi Már Nökkvason 0, Hilmir Kristjánsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Jóhann Dagur Bjarnason 0.
Keflvíkingar voru í miklum ham gegn Sköllunum úr Borganesi og unnu 22 stiga sigur. Lokatölur 104-82.
Heimamenn náðu 13 stiga forskot í fyrst leikhluta. Skallar héldu haus í þriðjas og fjórða en Keflvíkingar sýndu mátt sinn og meginn þegar þeir tóku lokafjórðunginn létt.
Keflavík-Skallagrímur 104-82 (32-19, 27-29, 19-19, 26-15)
Keflavík: Michael Craion 23/14 fráköst/6 stoðsendingar, Mindaugas Kacinas 22/12 fráköst/7 stoðsendingar, Gunnar Ólafsson 22, Hörður Axel Vilhjálmsson 16/8 stoðsendingar, Magnús Már Traustason 7, Mantas Mockevicius 6, Ágúst Orrason 6, Andri Þór Tryggvason 2, Reggie Dupree 0, Sigurður Hólm Brynjarsson 0, Elvar Snær Guðjónsson 0, Davíð Páll Hermannsson 0.
Baginski átti góðan leik með Njarðvík og skoraði 23 stig.