Orri Hjaltalín með slitið krossband
Grindvíkingar urðu fyrir mikilli blóðtöku þegar fréttir bárust af því að hinn öflugi sóknarmaður Orri Freyr Hjaltalín verður að öllum líkindum ekkert með Grindvíkingum í sumar. Ljóst er að Orri sleit krossband í leik í deildarbikarnum 12. mars síðastliðinn í Reykjaneshöllinni, „Ég fékk högg á hnéð þegar ég steig niður í grasið, ekki eftir tæklingu heldur steig ég svona skakkt niður. Ég hélt hreinlega að hnéð væri að ganga útúr líkamanum, en ég náði einnig að skadda liðbandið og liðþófann,“ Orri er þó bjartsýnn og fer fljótlega í aðgerð og endurhæfingu og ætlar sér ekki að sitja auðum höndum í sumar, „Tímabilið er væntanlega búið hjá mér og ég geri mér engar væntingar um að spila í sumar. Nú er bara að lækka forgjöfina í golfi og æfa að krafti í sumar“ sagði Orri Freyr Hjaltalín í samtali við Víkurfréttir.
Mynd: Orri Freyr Hjaltalín í leik með Grindvíkingum síðasta sumar