Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 3. nóvember 2003 kl. 19:29

Orri Freyr til Grindavíkur

Í dag gekk knattspyrnudeild Grindavíkur frá kaupum á hinum bráðefnilega leikmanni Orra Frey Hjaltalín frá Þór Akureyri. Samningurinn er til þriggja ára og eru Grindvíkingar afar ánægðir með að hafa tryggt sér krafta Orra en hann spilar á miðju og í sókn. „Já, við erum mjög ánægðir með kaupin, enda erum við búnir að reyna að fá hann til liðs við okkur síðustu þrjú til fjögur árin“, sagði Ingvar Guðjónsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildarinnar, í samtali við Víkurfréttir í kvöld. Ingvar var þess fullviss að Orri ætti eftir að vera meðal lykilmanna liðsins á næstu leiktíð.
Orri hefur alltaf leikið með Þór fyrir utan eitt ár sem hann var á mála hjá Tromsö í Noregi og lék með liðinu í úrvalsdeildinni.
Þá var um helgina gengið skriflega frá samningum við Zeljko Sankovic um að hann þjálfi lið Grindavíkur til næstu fjögurra ára.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024