Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Orri Freyr aftur í raðir Grindavíkur
Orri Freyr Hjaltalín
Mánudagur 20. nóvember 2017 kl. 15:09

Orri Freyr aftur í raðir Grindavíkur

- Jóhann Helgi kemur frá Þór

Orri Freyr Hjaltalín hefur gert samning við Grindavík og verður hann hluti af þjálfarateymi liðsins í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Orri mun einnig vera til taks sem leikmaður en hann lék með Grindavík árin 2004 til 2011. Þá lék Orri einnig með Þór Akureyri í Inkasso-deildinni á síðasta tímabili.

Jóhann Helgi Hannesson hefur einnig gert samning við Grindavík en hann hefur allan sinn feril leikið með Þór Akureyri og lék hann með Þór á síðasta tímabili líkt og Orri Freyr. Báðir leikmennirnir eru samningslausir og fara því frítt í raðir Grindavíkur. Þetta kemur fram á fotbolti.net.

Þónokkrir leikmenn eru enn samningslausir í röðum Grindvíkinga en þeir eru:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Alexander Veigar Þórarinsson
Björn Berg Bryde
Gylfi Örn Á Öfjörð
Hákon Ívar Ólafsson
Juanma Ortiz
Maciej Majewski
Magnús Björgvinsson
Matthías Örn Friðriksson
Milos Zeravica