Örninn missti flugið og féll í 13. sæti
Örn Ævar Hjartarson missti heldur betur flugið í dag á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer á Strandarvelli á Hellu. Örn sem var með eins höggs forystu fyrir þriðja hringinn spilaði afleitlega í dag og datt niður í 13. sætið, á tveimur höggum yfir pari.Örn Ævar sem er í lítilli leikæfingu varð að sætta sig við að leika á sjö höggum yfir pari í dag en mikið gekk á í leik hans og tíndi hann m.a. bolta á 16. holu svo eitthvað sé nefnt.
Þar með eru möguleikar hans til að verja titilinn nánast úr sögunni enda er Sigurpáll Sveinson GA á sex höggum undir pari í efsta sætinu.
Þar með eru möguleikar hans til að verja titilinn nánast úr sögunni enda er Sigurpáll Sveinson GA á sex höggum undir pari í efsta sætinu.