Örn og Rut meistarar GS
Örn Ævar Hjartarson og Rut Þorsteinsdóttir urðu klúbbmeistarar Golfklúbbs Suðurnesja árið 2000. Fimmtíu og fimm þúsund högg voru slegin í Leirunni í síðustu viku. Úrslit í meistaramóti Golfklúbbs Suðurnesja 10. - 16. Stúlknaflokkur 13 - 15 ára 1. Heiðrún Rós Þórðardóttir 394 - Besta skor Stúlknaflokkur með forgjöf 1. Heiðrún Rós Þórðardóttir 270 2. Vala Rún Björnsdóttir 306 3. Linda Björk Ólafsdóttir 356 Piltaflokkur 13 - 15 ára1. Torfi S. Gíslason 327 - Besta skorPiltaflokkur með forgjöf: 1. Þór Harðarson 268 2. Rósant Ísak Rósantsson 282 3. Torfi S Gíslason 291 Öldungaflokkur kvenna 50 ára og eldri án forgjafar. 1. Hulda Guðmundsdóttir 307 2. Valdís Valgeirsdóttir 3083. Elsa Eyjólfsdóttir 325Öldungaflokkur kvenna 50 ára og eldri með forgjöf. 1. Valdís Valgeirsdóttir 2272. Hulda Guðmundsdóttir 2353. Elsa Eyjólfsdóttir 244Öldungaflokkur karla 55 ára og eldri án forgjafar. 1. Helgi Hólm 2502. Sigurður Jónsson 2623. Rúnar Hallgrímsson 280Öldungaflokkur karla 55 ára og eldri með forgjöf 1. Sigurjón Ingvarsson 2262. Helgi Hólm 2263. Rúnar Hallgrímsson 229Öldungaflokkur karla 70 ára og eldri án forgjafar. 1. Jóhann R. Benediktsson 2452. Friðjón Þorleifsson 2453. Jón Þorsteinsson 256Öldungaflokkur karla 70 ára og eldri með forgjöf. 1. Friðjón Þorleifsson 2172. Jóhann R. Benediktsson 2213. Ketill Vilhjálmsson 2245. flokkur karla 1. Jóhannes Sigurgíslason 4052. Sigurður Garðarson 4113. Björgvin Gestsson 4134. flokkur karla1. Adolf Sveinsson 3582. Sigurbjartur Á. Guðmuundsson 3613. Skúli Þ. Skúlason 3653. flokkur karla1. Ragnar Ragnarsson 3552. Þórarinn Kristjánsson 3563. Guðmundur Jón Bjarnason 3562. flokkur: Úrslit 1. Jón Halldór Eðvaldsson 3192. Jón Sigurðsson 3343. Sigfús Sigfússon 336 1. flokkur karla1. Óskar Halldórsson 3032. Annel Jón Þorkelsson 317 3. Júlíus Jónsson 322 Kvennaflokkur án forgjafar 1. Rut Þorsteinsdóttir 84 87 86 87 3442. Magdalena Sirrý Þórisd. 84 87 88 96 3553. Gerða Halldórsdóttir 97 91 93 92 373Kvennaflokkur með forgjöf 1. Hafdís Ævarsdóttir 284 2. Rut Þorsteinsdóttir 296 3. Helga Auðunsdóttir 298 Meistaraflokkur karla 1. Örn Ævar Hjartarson 74 69 70 71 2842. Helgi Birkir Þórisson 72 74 73 78 2973. Guðmundur Sigurjónsson 74 77 75 78 304MeistaramótspunktarNíu manns úr þremur ættliðum fjölskyldu Guðmundar Rúnars Hallgrímssonar og Gerðu Halldórsdóttur tóku þátt í meistaramóti Golfklúbbs Suðurnesja. Guðmundur eldri, Gerða og barnabarn þeirra Heiðrún Rós Þórðardóttir komust öll á verðlaunapall. Sá fjórði datt út fyrir ótrúleg mistök. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, yngri var nokkuð öruggur með að komast á verðlaunapall og var í 3. sæti eftir 3 hringi af fjórum. Þá kom í ljós að hann hafði undirritað skorkort sitt með rangri tölu á 8. holu annan daginn. Hafði skrifað 3 en átti að vera 4 högg. Það þýðir frávísun úr mótinu. Sárgrætileg mistök hjá Guðmundi sem hafði leikið mjög gott golf. Guðmundur mun án efa ekki gleyma þessu meistaramóti en sama atvik henti Írann Patraig Harrington í atvinnumannamóti á evrópsku mótaröðinni í vor. Þá gleymdi hann að undirrita skorkort sitt og það þýddi einnig frávísun. Harrington var með 5 högga forskot fyrir síðasta hringinn...Knattspyrnu- og körfuboltamenn létu ljós sitt skína á meistaramóti GS. Þeir Ragnar Ragnarsson, körfuboltamaður úr UMFN (bróðir Friðriks Ragnarssonar) og Þórarinn Kristjánsson, „bjargvættur“ Keflavíkur í knattspyrnunnni voru í tveimur efstu sætunum í 3. flokki. Ragnar var höggi betri en Þórarinn. Annar fótboltamaður úr Keflavík, Adolf Sveinsson sigraði í 4. flokki karla. Þar var í 3. sæti forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, Skúli Þ. Skúlason sem er kominn með svakalega golfdellu eins og reyndar félagi hans í framsókn, Kjartan Már Kjartansson sem lék einnig í 4. flokki. Í 2. flokki var einnig knattspyrnumaður í toppsætinu, Jón Halldór Eðvaldsson en hann er markvörður Víðismanna í Garði og reyndar einnig þekktur körfuknattleiksdómari...Lögreglan á Keflavíkurflugvelli er með margra snjalla kylfinga innanborðs. Þrír þeirra lentu í verðlaunasætum í meistaramóti GS. Fyrst ber að nefna Óskar Halldórsson sem sigraði í 1. flokki og lék sannkallað meistaragolf, m.a. annan hringinn á tveimur undir pari, 70 höggum. Annel Þorkelsson varð annar í sama flokki og Rut Þorsteinsdóttir varð klúbbmeistari kvenna...Metþátttaka var í mótinu en 178 kylfingar tóku þátt og slógu rúmlega 55 þúsund högg, mörg góð en auðvitað mörg slæm. Bergvíkin heitir frægasta golfhola á Ísland, sú þriðja á Hólmsvelli í Leiru. Hún liggur meðfram sjónum og er slegið yfir víkina. Holan er sú erfiðasta að margra mati á Íslandi og margir lenda í því að slá bolta sína í sjóinn en hún er par 3. Í öðrum hring mótsins fengu til að mynda bræðurnir Arnar og Þröstur Ástþórssynir báðir 10 högg á holuna en daginn áður fékk Sigurður Lúðvíksson 15 högg án þess þó að slá út í sjó. Flest höggin voru slegin í sandgryfju við flötina...