Örn með gull í 200 metra baksundi
Örn Arnarson vann fyrstu gullverðlaun Íslendinga á Smáþjóðaleikunum sem nú standa yfir á Möltu. Örn sigraði örugglega í 200 metra baksundi þegar hann kom í mark á 2.07,75 mínútum.Númi Gunnarsson keppti í sama sundi og varð fimmti og síðastur á 2.24,44 mín. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir vann silfurverðlaun í 200 m baksundi kvenna á tímanum 2.23,13 mínútum og Ajna Jakobsdóttir varð þriðja á 2.30,14 mínútum.
Morgunblaðið á Netinu greindi frá.
Morgunblaðið á Netinu greindi frá.