Örn komst ekki í gegn í Svíþjóð
Kylfingurinn Örn Ævar Hjartarson, GS, lauk leik í gær á sjö höggum yfir pari á úrtökumótinu fyrir sænsku mótaröðina í golfi. Örn komst ekki í gegnum niðurskurðinn og eru það væntanlega töluverð vonbrigði fyrir kylfinginn.
Örn lauk leik á tveimur keppnisdögum á samtals 18 höggum yfir pari. Miðvikudagurinn hjá Erni var sérlega slæmur þegar hann kom í hús á 11 höggum yfir pari en hann bætti sig um fjögur högg í gær og kom í hús á sjö höggum yfir pari. Örn fékk sjö skolla í dag og 11 pör.
Næst taka við æfingar í nóvember hjá Erni og síðar mun hann taka þátt í móti í Portúgal í sama mánuði.
Mynd: www.kylfingur.is