Föstudagur 12. desember 2003 kl. 10:32
				  
				Örn í undanúrslit í 50 m baksundi
				
				
				
Örn Arnarson tryggði sér í morgun sæti í undanúrslitum í 50 metra baksundi á Evrópumótinu í Dyflinni.  Hann synti á 24,81 sekúndu, eða 11/100 úr sekúndu frá Íslandsmeti sínu og varð 10. í undanrásum.  Undanúrslitin verða synt seinni partinn í dag.