Örn í 7. sæti á Akranesi
Örn Ævar Hjartarson kylfingur frá GS hafnaði í 7. sæti á fimm höggum yfir pari á fyrsta stigamóti Kaupþings mótaraðarinnar í ár en mótið fór fram á Garðavelli á Akranesi um helgina. Alfreð Brynjar Kristinsson og Helena Árnadóttir, bæði frá GR, höfðu sigur í þessu fyrsta móti.
Veðrið setti strik í reikninginn í mótinu og var keppni aflýst þegar langt var liðið á síðari hringinn í dag. Skorið frá fyrri hringnum í gær var því látið gilda.
Lokastaðan í karlaflokki:
1. Alfreð Brynjar Kristinsson GR 75 +3
2. Hlynur Geir Hjartarson GK 76 76 +4
3. Sigurþór Jónsson GK 76 +4
4. Birgir Guðjónsson GR 76 +4
5. Valgeir Tómasson GKG 76 +4
6. Sigmundur Einar Másson GKG 77 +5
7. Örn Ævar Hjartarson GS 77 +5
8. Kristján Þór Einarsson GKJ 77 +5
9. Davíð Gunnlaugsson GKJ 77 +5
10. Gunnlaugur Hafsteinn Elsuson GSS 78 +6
11. Ottó Sigurðsson GKG 78 +6
12. Jón Bjarki Oddsson GKJ 78 +6
Lokastaðan í kvennaflokki:
1. Helena Árnadóttir GR 77 +5
2. Nína Björk Geirsdóttir GKJ 79 +7
3. Tinna Jóhannsdóttir GK 81 +9
4. Ásta Birna Magnúsdóttir GK 82 +10
5. Helga Rut Svanbergsdóttir GKJ 83 +11
6. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR 85 +13
7. Ragnhildur Sigurðardóttir GR 89 +17
8. Berglind Björnsdóttir GR 89 +17
9. Hanna Lilja Sigurðardóttir GR 92 +20
10. María Málfríður Guðnadóttir GKG 92 +20
11. Þórdís Geirsdóttir GK 93 +21