ÖRN ÆVAR TÓK FYRSTA MÓTIÐ
Örn Ævar tók fyrsta mótiðÖrn Ævar Hjartarson Golfklúbbi Suðurnesja sigraði á fyrsta stórmóti sumarsins í golfi á Toyotamótaröðinni sem fór fram í Vestmannaeyjum um síðustu helgi. Örn leiddi eftir fyrri daginn og lék af miklu öryggi lokahringinn. Hann endaði með 222 höggu á 54 holum . Helgi B. Þórisson, félagi Arnar, var í baráttunni um efstu sætin en helltist úr lestinni þegar honum urðu á alvarleg mistök á fimmtándu og sextándu í síðasta hringnum. Endaði hann í 10. sæti. „Ég var mjög ánægður með sigurinn og spilamennskuna í síðasta hringnum en það var mjög erfitt að leika fyrri daginn þegar vindurinn stóð beint inn í Herjólfsdalinn“ sagði Örn Ævar í mótslok. Örn Ævar, Helgi og fleiri Suðurnesjamenn verða í eldlínunni um helgina þegar næsta stigamót fer fram á Hellu.