Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Örn Ævar með draumahring á Leirunni - 65 högg
Sunnudagur 10. júní 2007 kl. 13:39

Örn Ævar með draumahring á Leirunni - 65 högg

Örn Ævar Hjartarson, kylfingur úr GS, átti frábæran hring í Opna Bláa Lóns mótinu sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru í gær. Hann lék hringinn á 65 höggum, eða 7 höggum undir pari, fékk m.a. tvo nafna sína „örn“ á hringnum.

 

Eins og áður segir fékk hann tvo erni og komu þeir á 6. holu (par-5) og 15. holu (par-4). Þá setti hann niður 5 fugla, fékk 9 pör og 2 skolla. Hann fékk 41 punkt fyrir árangur sinn í gær og ætti því að lækka forgjöfina sína töluvert, en fyrir var hann með -1,1. Örn Ævar lék fyrri níu á 31 höggi og seinni níu á 34 höggum.

 

Hann fór út klukkan sjö í gærmorgun á Leirunni og það var ekki nóg fyrir hann að spila í þessu eina móti í gær því klukkan 12.05 var hann mættur á teig á Carlsbergmótinu á Urriðavelli.

 

Helgi Birkir Þórisson á vallarmetið á Hólmsvelli í Leiru, lék á 63  höggum árið 2003.

 

Úrslitin í mótinu:

 

Án forgj.
1.sæti. Örn Ævar Hjartarson GS 65 högg.
2.sæti. Davíð Jónsson GS 71 högg.
3.sæti. Ólafur Loftsson NK 71 högg.
4.sæti. Atli Elíasson GS 71 högg.
5.sæti. Sigurður Rúnar Ólafsson GKG 71 högg.

Með forgj.
1.sæti. Guðni Rúnar Jónsson GHH 62 högg.
2.sæti. Gunnar Þórarinsson GS 65 högg.
3.sæti. Guðmundur R. Lúðvíksson GS 68 högg.

Punktar með forgj.
1.sæti. Guðni Rúnar Jónsson GHH 46 punktar.
2.sæti. Gunnar Þórarinsson GS 43 punktar.
3.sæti. Einar Páll Guðmundsson 41 punktar.

Nándarverðlaun:
3.   braut. Gary Frank Vinson GK 1,37m
8.   braut. Óskar Halldórsson GS 1,88m
13. braut. Davíð Jónsson GS 2,3m
16. braut. Ólafur Loftsson NK 1,5m

Aðalstyrktaraðilar mótsins voru Bláa Lónið og Hitaveita Suðurnesja.

 

Mynd/Kylfingur.is: Örn Ævar var heldur betur heitur í Leirunni í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024