Örn Ævar kominn í úrslit
Örn Ævar Hjartarson úr GS var rétt í þessu að leggja Alta Elíasson úr GKj 5/4, þ.e.a.s. átti 5 holur þegar fjórar voru eftir í undanúrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni á Grafarholtsvelli. Hann átti fimm holur eftir 13 holur og hélt jöfnu á 14. holu og tryggði sér sigur.
Ólafur Már Sigurðsson vann Magnús Lárusson 1-0 í hinni undanúrslitaviðureigninni og mæti rþví Erni Ævari í úrslitum.
Örn Ævar byrjaði vel gegn Atla og átti 3 holur eftir sjö, en Alti náði að vinna tvær næstu og minnka muninn í eina holu. Örn Ævar vann síðan 10., 11., 12. og 13. holu og hélt jöfnu á 14. holu og átti þá 5 holur á Atla og sigurinn í höfn.
Ljóst er að nýtt nafn verður grafið á bikarinn í karlaflokki þar sem enginn þeirra sem leikur í undanúrslitum hefur orðið Íslandsmeistari í holukeppni. Ágætis veður er á Grafarholtsvelli, hægur vindur og þurrt.
Úrslitaleikur kvenna hefst klukkan 12:55 og þar eigast við Anna Lísa Jóhannsdóttir og Þórdís Geirsdóttir. Leikur um þriðja sætið hjá konunum hefst klukkan 12:45 og þar eigast við Tinna Jóhannsdóttir og Helga Rut Svanbergsdóttir.
Úrslitaleikurinn karlaflokki hefst klukkan 13:15 og leikurinn um þriðja sætið klukkan 13:05.
Mynd/Kylfingur.is: Örn Ævar slær af teig í Grafarholti.
Ólafur Már Sigurðsson vann Magnús Lárusson 1-0 í hinni undanúrslitaviðureigninni og mæti rþví Erni Ævari í úrslitum.
Örn Ævar byrjaði vel gegn Atla og átti 3 holur eftir sjö, en Alti náði að vinna tvær næstu og minnka muninn í eina holu. Örn Ævar vann síðan 10., 11., 12. og 13. holu og hélt jöfnu á 14. holu og átti þá 5 holur á Atla og sigurinn í höfn.
Ljóst er að nýtt nafn verður grafið á bikarinn í karlaflokki þar sem enginn þeirra sem leikur í undanúrslitum hefur orðið Íslandsmeistari í holukeppni. Ágætis veður er á Grafarholtsvelli, hægur vindur og þurrt.
Úrslitaleikur kvenna hefst klukkan 12:55 og þar eigast við Anna Lísa Jóhannsdóttir og Þórdís Geirsdóttir. Leikur um þriðja sætið hjá konunum hefst klukkan 12:45 og þar eigast við Tinna Jóhannsdóttir og Helga Rut Svanbergsdóttir.
Úrslitaleikurinn karlaflokki hefst klukkan 13:15 og leikurinn um þriðja sætið klukkan 13:05.
Mynd/Kylfingur.is: Örn Ævar slær af teig í Grafarholti.