Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Örn Ævar í þriðja sæti í Leirunni
Mánudagur 1. júní 2009 kl. 15:34

Örn Ævar í þriðja sæti í Leirunni

Fyrsta stigamótið á íslensku mótaröðinni í golfi fór fram á Hólmsvelli í Leirunni á Suðurnesjum um helgina. Suðurnesjamaðurinn Örn Ævar Hjartarson úr golfklúbbi Suðurnesja varð í 3. sæti í mótinu á samtals tveimur höggum undir pari. Magnús Lárusson úr GKJ sigraði í mótinu á fjórum höggum undir pari og Axel Bóasson úr GK varð í öðru sæti einu höggi þar á eftir.

Í kvennaflokki var það Valdís Þóra Jónsdóttir GL sem bar sigur úr býtum á sjö höggum yfir pari en Ragna Björk Ólafsdóttir GK kom næst í öðru sæti. Eygló Myrra Óskarsdóttir GO og Ragnhildur Sigurðardóttir GR urðu í þriðja sæti.

Mótið þótti heppnast með myndarbrag og var Hólmsvöllur í Leirunni í mjög góðu ásigkomulagi miðað við árstíma. Næsta mót fer fram eftir tvær vikur á Garðavelli á Akranesi.

VF-MYND/JJK: Örn Ævar Hjartarson varð í þriðja sæti um helgina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024