Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Örn Ævar í þriðja sæti á Íslandsmótinu í höggleik
Mánudagur 26. júlí 2004 kl. 10:27

Örn Ævar í þriðja sæti á Íslandsmótinu í höggleik

Örn Ævar Hjartarson, kylfingur úr GS, lenti í þriðja sæti á Íslandsmótinu í höggleik sem fór fram á Garðavelli á Akranesi um helgina.

Örn var í öðru sæti eftir tvo hringi en endaði í því þriðja, þremur höggum yfir pari. Birgir Leifur Hafsteinsson varði titil sinn frá því í fyrra og var fimm höggum undir pari, en Björgvin Sigurgeirsson var í öðru sæti á pari.

Örn Ævar lék vel en hafði ekki heppnina með sér í púttunum á síðustu hringjunum. Árangurinn er þrátt fyrir það mjög góður þar sem Birgir og Björgvin eru báðir atvinnumenn í íþróttinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024