Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 21. júlí 2003 kl. 16:48

Örn Ævar Hjartarson og Erla Þorsteinsdóttir klúbbmeistarar GS

Meistaramót Golfklúbbs Suðurnesja fór fram í blíðskaparveðri í Leirunni um helgina. 180 keppendur voru skráðir til leiks en það eru aðeins færri en í fyrra, munar þar mestu um að færri krakkar 12 ára og yngri sóttu mótið núna. Örn Ævar Hjartarson og Erla Þorsteinsdóttir stóðu uppi sem sigurvegarar eftir harða keppni. Hólmsvöllurinn var í frábæru ásinkomulagi um helgina.Örn Ævar sigraði Helga Birki Þórisson með sjö högga forskoti en Örn lauk leik á tveimur höggum undir pari, eða 286 höggum. Þrátt fyrir mikið forskot var baráttan milli hans og Helga jöfn alla dagana en á síðasta hringnum seig „Örninn“ fram úr og sigraði.
Erla, sem er þekktari fyrir körfuknattleikstakta sína, hafði betur eftir harða rimmu við Magdalenu Þórisdóttur og Rut Þorsteinsdóttur og lauk leik á 365 höggum, þremur höggum betur en Magdalena og Rut.

Hart var barist í öllum flokkum og sýndu kylfingar GS oft á tíðum frábært golf.
Úrslit í öllum flokkum birtast hér síðar!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024