Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Örn Ævar efstur á meistaramóti GS
Fimmtudagur 12. júlí 2007 kl. 18:46

Örn Ævar efstur á meistaramóti GS

Örn Ævar Hjartarson var í  efsta sæti í meistaraflokki karla eftir fyrsta hring á Meistaramóti GS í Leirunni. Hann lék hringinn í gær á 73 höggum, eða einu höggi yfir pari. Bjarni Sigþór Sigurðsson kemur næstur á 74 höggum og Þröstur Ástþórsson í þriðja sæti á 75 höggum.

Guðni Oddur Jónsson er efstur í 1. flokki karla, lék á 74 höggum, eða 2 höggum yfir pari. Þar er Krstinn Óskarsson í öðru sæti á 76 höggum.  Karen Guðnadóttir er efst eftir fyrsta hring í meistaraflokki kvenna, lék á 86 höggum. Hildur Ösp Randversdóttir er efst í 1. flokki kvenna, lék á 84 höggum og Gísli Rúnar Eiríksson leiðir í 2. flokki karla, lék á 81 höggi.

Mynd/Kylfingur.is: Örn Ævar er með nauma forystu í meistaraflokki eftir fyrsta  hring.

www.kylfingur.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024