Örn Ævar æfði á Spáni
Örn Ævar Hjartarson, atvinnukylfingur úr GS, er nú kominn heim frá Spáni eftir að hafa dvalið þar í fjórar vikur við æfingar. Hann æfði einn fyrstu vikuna, en síðan kom Heiðar Davíð Bragason frá GKj og æfði með honum í tvær vikur. Þeir ætluðu upphaflega að taka þátt í einu móti í Portúgal, en hættu við það.
Fréttina í heild sinni er hægt að lesa inn á www.kylfingur.is eða með því að smella hér.