Örn Ævar á þrem yfir pari
Örn Ævar lauk leik á fyrsta degi Evrópumóts landsliða í golfi fyrir skömmu, hann spilaði holurnar 18. á 75 höggum eða þrem höggum yfir pari. Erni gekk ekki vel á fyrri níu holunum sem hann spilaði á fjórum höggum yfir pari. Hann rétti hlut sinn örlítið á seinni níu og spilaði þær á 34 höggum eða einu höggi undir pari.Íslenska sveitin hefur því spilað samtals á 297 höggum í dag, en Haraldur Heimisson og Sigurpáll Geir Sveinsson hafa enn ekki lokið leik.
Morgunblaðið á Netinu greinir frá.
Morgunblaðið á Netinu greinir frá.