Örn Ævar 7 cm frá holu í höggi
Örn Ævar Hjartarson úr Golfklúbbi Suðurnesja var aðeins 7 cm frá því að fara holu í höggi á 16. braut á Korpúlfsstaðavelli í Opna Nevada Bob mótinu sem fram fór á laugardaginn. Örn Ævar var í ráshópi með Haraldi Heimissyni, sem lék best allra eða á 69 höggum. Hér á myndinni má sjá Örn Ævar pútta fyrir auðveldum fugli á 16. holu. Hann lék hringinn á 72 höggum, eða pari. Þrátt fyrir að frekar kalt hafi verið í veðri og töluverður vindur tóku rúmlega hundrað kylfingar þátt í mótinu og margir léku mjög vel.
Sjá má myndir frá mótinu á heimasíðu Nevada Bob.
VF-myndir/Frosti. (efri mynd) Örn Ævar púttar fyrir fugli og Haraldur Heimisson fylgist með.