Örn á þremur undir í dag
Kylfingurinn Örn Ævar Hjartarson lék vel á fyrsta degi Íslandsmótsins í höggleik sem fram fer á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Örn Ævar kom í hús á 68 höggum og er því á þremur höggum undir pari eftir fyrsta dag og er enn sem stendur á meðal efstu manna. Þeir Björgvin Sigurbergsson, GK, og Jóhannes Kristján Ármannsson, GB, léku einnig á þremur höggum undir pari í dag.
Dagurinn fór ekki vel af stað hjá Erni sem fékk skramba á fyrstu holu sem er par 3 hola en hann datt í gírinn á fimmtu holu þar sem hann nældi sér í sinn fyrsta fugl á deginum. Fyrri níu holurnar lék Örn á pari en lék hraunið á Hvaleyrinni, síðari níu holurnar, á 33 höggum.
Hægt er að fylgjast nánar með mótinu á golffréttasíðu Víkurfrétta, www.kylfingur.is
Mynd: Kylfingur.is - Örn Ævar ásamt kylfusveini sínum á Hvaleyrinni í dag.