Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 12. janúar 2000 kl. 15:30

ÖRLYGUR Í SÉRFLOKKI

Njarðvíkingurinn ungi, Örlygur Sturluson, stal senunni frá nýja Bandaríkjamanninum, Keith Veney (12 stig) í liði Njarðvíkinga þegar Þórsarar komu í heimsókn. Örlygur tryggði öðrum fremur 104-91 sigur og áframhaldandi veru á toppi deildarinnar. Margir biðu frammistöðu Veneys með eftirvæntingu en á þeim 16 mínútum sem hann lék minnti hann meira á myndarpilt sem skipti yfir í Grindavík fyrir tímabilið en gamla goðið Danny Shouse. Þrátt fyrir stórleik Örlygs (26 stig, 6 fráköst og 7 stoðsend.) og góðan leik þeirra Friðriks Stefánssonar (17 stig, 4 fráköst, 4 stoðsend og 3 varin skot) og Páls Kristinssonar (18 stig, 5 fráköst og 3 varin skot) tókst Njarðvíkingum aldrei að hrista Þórsara nægilega vel af sér. Stórleikur Keflvíkingsins fyrrverandi, Maurice Spillers, sá til þess að munurinn varð aldrei óyfirstíganlegur en Spillers náði þeim einstaka árangri að ná fjórfaldri tvennu (34 stig, 19 fráköst, 12 stoðsendingar og 10 tapaðir boltar) þó síðasttaldi liðurinn teljist honum varla til ágætis.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024