Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Opna U16 Norðurlandamótið á Suðurnesjum
Fimmtudagur 26. júní 2008 kl. 10:14

Opna U16 Norðurlandamótið á Suðurnesjum

Opna Norðurlandamót U16 kvenna í knatspyrnu fer fram hér á landi í næstu viku og hefst mánudaginn 30. júní.  Annar riðillinn fer fram á Suðurnesjum og verður leikið á Garðsvelli, Sparisjóðsvelli, Njarðvíkurvelli og Keflavíkurvelli. Riðilinn sem leikinn er á Suðurnesjum er skipaður: Svíþjóð, Hollandi, Frakklandi og Finnlandi.
Á þessu móti keppa flestar af þeim þjóðum er fremst standa í kvennaknattspyrnu í heiminum því allar átta þjóðirnar er leika á þessu móti eru á topp 20 á styrkleikalista FIFA yfir landslið kvenna í heiminum.  Þetta eru því engir aukvisar og má segja að margar af knattspyrnustjörnum framtíðarinnar verði þarna á ferðinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leikirnir í B riðli eru eftirfarandi:

mán. 30. jún.  14:00  Svíþjóð - Holland       Garðsvöllur     
mán. 30. jún.  16:00  Frakkland - Finnland Sparisjóðsvöllurinn  
þri.    01. júl.   14:00  Holland - Finnland     Garðsvöllur     
þri.    01. júl.   16:00  Svíþjóð - Frakkland   Sparisjóðsvöllurinn 
fim.    03. júl.  16:00  Frakkland - Holland   Njarðvíkurvöllur  

fim.    03. júl.  16:00  Finnland - Svíþjóð     Keflavíkurvöllur