Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Opna Suðurnesjamótið í pílu
Mánudagur 29. nóvember 2010 kl. 10:56

Opna Suðurnesjamótið í pílu

Opna Suðurnesjamótið í pílu fer fram þann 4. desember nk. kl. 13:00 í píluaðstöðu Pílufélags Reykjanesbæjar að Hrannargötu 6. Húsið opnar kl. 11:30


Skráning í mótið er til kl 12:00 þann 4. desember í síma 660-8172 eða á staðnum.
Spilað verður 501, best af 3 í riðlum og svo hreinn úrsláttur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Einnig verður keppt í b-flokki og verður spilað best af þremur í þeim flokki nema úrslita leikur er best af 5.

Verðlaun eru fyrir efstu fjögur sæti í báðum flokkum og veglegur farandsbikar í A-flokki. Einnig verða veitt verðlaun fyrir hæsta útskot og fæstar pílur (sá sem gerir fyrst).

Keppnisgjald er 2500 kr. og verður hluti af keppnisgjaldi notað sem verðlaun. Gott væri að fólk tilkynnti sig tímalega svo hægt verði að setja upp og byrja á réttum tíma.

Pílufélag Reykjanesbæjar.