Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Opna 18 holu golfvöll í Grindavík á morgun
Húsatóftavöllur í Grindavík er orðinn 18 holu golfvöllur.
Fimmtudagur 5. júlí 2012 kl. 13:24

Opna 18 holu golfvöll í Grindavík á morgun

Stjórn Golfklúbbs Grindavíkur ásamt vallarstjóra hafa ákveðið að helgina 6.-8. júlí verði Húsatóftavöllur opinn sem 18 holu golfvöllur. Unnið hefur verið að því undanfarin ár að stækka völlinn úr 13 í 18 holur. Völlurinn stækkar ennþá lengra inn í hraunið í mjög skemmtilegt landslag. Að auki eru gerðar breytingar á eldri hluta vallarins sem koma vel út.

Grunnurinn að stækkun vallarins í 18 holur var samningur GG við Grindavíkurbæ sem gerður var í maí 2008. Samkvæmt samningnum var framlag Grindavíkurbæjar til GG vegna framkvæmdanna rúmar 50 milljónir króna sem dreifðist á þriggja ára tímabil. 

Þá standa yfir framkvæmdir við nýtt klúbbhús sem væntanlega verður tilbúið í sumar.  GG hélt upp á 30 ára afmæli sitt í fyrra. Í GG eru rúmlega 200 félagar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Samhliða þessu verður tekin upp rástímaskráning á golf.is sem virkar þannig: Félagar í GG hafa 3 daga fyrirvara á skráningu á meðan aðrir gestir hafa dags fyrirvara. Með þessu hverfur óvissa fyrir gesti Húsatóftavallar varðandi bókanir á völlinn og betri yfirsýn með skráningum og umferð um völlinn.