Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Opin kynning á handbolta í Reykjanesbæ
Mánudagur 7. september 2009 kl. 14:37

Opin kynning á handbolta í Reykjanesbæ

Opin kynning á starfsemi Handknattleiksfélags Reykjanesbæjar (HKR) miðvikudaginn 9. september nk. milli kl. 19.30 og 21.00

Opin kynning á starfsemi Handknattleiksfélags Reykjanesbæjar (HKR), og skráning iðkenda í yngri flokka fyrir veturinn 2009-2010, fer fram í Íþróttaakademíunni miðvikudaginn 9. september nk. milli kl. 19.30 og 21.00.

Einnig er hægt að skrá iðkendur með því að senda tölvuskeyti á: [email protected]

Nýráðinn yfirþjálfari yngri flokka HKR, Hjalti S. Hjaltason, mun fara yfir dagskrá vetrarins ásamt þjálfarateymi og stjórn félagsins. Að auki mun landliðsmaðurinn góðkunni og einn af „silfurdrengjunum“ frá Ólympíuleikunum í Peking 2008, Sigfús Sigurðsson, kynna handboltaíþróttina frekar og segja frá farsælum ferli sínum. Iðkendur, forráðamenn og annað áhugafólk um handbolta er hvatt til mæta og kynna sér starfsemi HKR á komandi vetri.

Léttar veitingar í boði Nettó.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024