Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Opið hús – félagsfundur í Leirunni á fimmtudag
Þriðjudagur 14. apríl 2009 kl. 18:02

Opið hús – félagsfundur í Leirunni á fimmtudag


Í tilefni af því að Hólmsvöllur í Leiru fer að opna og golfsumarið að ganga um garð, ætlar stjórnin að bjóða félögum í opið hús og halda kynningu á því sem framundan er næsta sumar hjá GS.
Fundurinn verður haldinn í golfskálanum næsta fimmtudag, þann 16. apríl og hefst dagskrá kl. 20. Á fundinum er hugmyndin að fara yfir mótakrá og kynna m.a. nýtt fyrirkomulag í þriðjudagsmótum næsta sumar. Stjórnin mun einnig gera grein fyrir því sem hefur verið á döfinni, bæði í leik og starfi sem framundan er. Þá verður farið yfir unglingastarfið og þeim verkefnum sem þar eru á döfinni. „Við viljum heyra frá klúbbfélögum, um þeirra hugmyndir, væntingar og óskir, um það sem við getum gert betur í Leirunni í framtíðinni.  Þetta er kjörinn vettvangur til að hefja golfsumarið 2009. Við munum verða með léttar veitingar gegn vægu gjaldi,“ sagði Sigurður Garðarsson, formaður Golfklúbbs Suðurnesja en fyrsta opna mót ársins var haldið á Skírdag og mættu 130 kylfingar og léku golf í góðu veðri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024