Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Opið golfmót í Leirunni á laugardag - einstök veðurblíða gleður kylfinga
Þriðjudagur 9. febrúar 2010 kl. 12:45

Opið golfmót í Leirunni á laugardag - einstök veðurblíða gleður kylfinga

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Opið golfmót verður í Leirunni á laugardaginn og hafa þegar um fimmtíu manns skráð sig á golf.is. Veðurspá er ágæt og er líklegt að fyllist í mótið. Gunnar Jóhannsson, framkvæmdastjóri sagði að völlurinn væri í ótrúlega fínu ástandi miðað við árstíma.

Leiknar verða 18 holur á sumarflötum og verður ræst út frá kl. 10-14. Verðlaun verða veitt fyrir besta skor, flesta punkta í þremur forgjafarflokkum (3-10, 11-20, 21-26) og þá verða nándarverðlaun á 16. holu.


„Þetta er bara gaman. Veðrið hefur náttúrlega verið ótrúlega flott og völlurinn er eftir því, ágætlega þurr og flatirnar góðar. Ég held að við höfum aldrei séð Leiruna svona um miðjan febrúar. Við vonumst bara til að sjá sem flesta. Skráning er á golf.is og mótsgjaldið er 2500 kr. og kaffi og vöfflur innifalið í mótsgjaldinu,“ sagði Gunnar.