Opið bréf Jónasar til stuðningsmanna Keflavíkur
Knattspyrnumaðurinn Jónas Guðni Sævarsson skrifaði í gær undir þriggja ára samning við KR. Jónas hefur leikið allan sinn feril með Keflavík og í gær sendi hann frá sér opið bréf til stuðningsmanna Keflavíkur. Hér að neðan er hægt að lesa bréfið frá Jónasi.
Til stuðningsmanna Keflavíkur
Kæru stuðningsmenn Keflavíkur,
Nú er komið að tímamótum á mínum fótboltaferli. Eins og er orðið ljóst er ég á förum frá Keflavík og mun ganga til liðs við KR. Mig langar að þakka öllum þeim sem koma að Keflavíkurliðinu fyrir frábært samstarf og stuðning á undanförnum árum.
Tími
Keflavík er frábær klúbbur og skiljum við í góðu. Keflavíkurhjartað mun að sjálfsögðu slá áfram þó svo að nú sé kominn tími fyrir mig að halda annað. Ég óska Keflavík alls hins besta í framtíðinni og hlakka til að spila fyrir félagið aftur síðar.
Ég kveð Keflavík sáttur og vona ég að aðstandendur og stuðningsmenn liðsins skilji og virði þessa ákvörðun mína. Takk allir fyrir frábæran tíma. Sjáumst á vellinum næsta sumar.
Jónas Guðni Sævarsson