Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Önnur umferðin hefst í dag: Grindavík mætir Val í Laugardal
Miðvikudagur 14. maí 2008 kl. 11:25

Önnur umferðin hefst í dag: Grindavík mætir Val í Laugardal

Grindvíkingar mæta Íslandsmeisturum Vals í kvöld kl. 19:15 á Laugardalsvelli þegar önnur umferð í Landsbankadeild karla í knattspyrnu fer af stað. Bæði Grindavík og Valur máttu sætta sig við ósigur í fyrstu leikjum Íslandsmótsins svo það verður stál í stál á þjóðarleikvanginum í kvöld.
 
Grindvíkingar stóðu lengi vel í stjörnumprýddu liði KR í fyrstu umferðinni og máttu að lokum sætta sig við 3-1 ósigur. Scott Ramsay átti glæsilegustu tilþrif fyrstu umferðar þegar hann jafnaði leikinn fyrir Grindavík gegn KR í 1-1 með þrumuskoti í teignum.
 
Valsmenn fengu vandræðalega rassskellingu í Keflavík þegar þeir lágu 5-3 og er þetta versta byrjun ríkjandi meistara í 39 ár í efstu deild karla á Íslandi. Þeir eru mikið fyrir það að Hlíðarenda að skrifa söguna en leikurinn gegn Keflavík er líkast til kafli í ágætri bók Valsmanna sem þeir vilja strika yfir fyrir prentun.
 
Valur-Grindavík kl. 19:15
Laugardalsvöllur í kvöld
 
Annarri umferð deildarinnar lýkur svo annað kvöld með eftirfarandi leikjum:
 
19:15 Fjölnir-KR
19:15 Breiðablik-Þróttur R.
19:15 Fram-HK
19:15 Keflavík-Fylkir
20:00 FH-ÍA ( í beinni á Stöð 2 Sport)
 
VF-Mynd/ [email protected]Djúpur á miðjunni! Eysteinn Húni Hauksson í leiknum gegn KR í fyrstu umferðinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024