Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Önnur rós í hnappagat Gunnars
Miðvikudagur 25. apríl 2012 kl. 17:32

Önnur rós í hnappagat Gunnars



Grindvíkingurinn Gunnar Þorsteinsson var í gærkvöld útnefndur besti ungi leikmaðurinn hjá enska knattspyrnuliðinu Ipswich á lokahófi félagsins en fyrr í vikunni var hann valinn besti leikmaður unglingaliðsins af stuðningsmannaklúbbi félagsins.

Gunnar er 18 ára gamall miðjumaður sem gekk til liðs við Ipswich frá Grindavík síðastliðið sumar. Hann hefur leikið með unglingaliði félagsins í vetur en Ipswich heldur ekki úti varaliði. Því má segja að Gunnar sé heldur betur að gera það gott hjá félaginu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024