Önnur magalending hjá Sandgerðingum
Reynir Sandgerði mátti sækja boltann fimm sinnum í netmöskvana í kvöld þegar liðið lá 5-0 gegn Stjörnunni í Garðabæ í 1. deild karla í knattspyrnu. Þetta var annar leikurinn í röð sem Sandgerðingar fá fimm mörk á sig og hafa þeir nú fengið á sig tíu mörk og gert eitt mark í tveimur leikjum.
Að loknum leik kvöldsins hefur Reynir 4 stig í 7. sæti deildarinnar en með sigrinum komust Stjörnumenn upp í 4. sætið og hafa þar 5 stig.
VF-mynd/ Stefán Þór Borgþórsson – [email protected]