Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ondo fær gullskóinn
Mánudagur 27. september 2010 kl. 11:50

Ondo fær gullskóinn


Gilles Mbang Ondo, leikmaður Grindavíkur í Pepsi-deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu fær gullskólinn fyrir 14 skoruð mörk í sumar. Ondo tryggði sér skóinn eftirsótta með tveimur mörkum Grindavíkur í 5-2 tapi fyrir Selfossi á laugardag. Ondo skoraði bæði mörk Grindavíkur í leiknum.
Eins og að framan greinir skoraði Ondo 14 mörk í sumar eins og þeir Alfreð Finnbogason og Atli Viðar Björnsson. Þeir þurftu hins vegar fleiri leiki til að skora mörkin og því er Ondo markakóngurinn.

Það sem er nokkuð merkilegt við mörkin hans Ondo er að þau komu í 8 leikjum og þegar hann skoraði þá skoraði hann yfirleitt tvö.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mörk Ondo í sumar voru:
Tvö gegn Selfoss á Selfossvelli 25.september
Tvö gegn KR á Grindavíkurvelli 19.september
Tvö gegn FH á Grindavíkurvelli 19.ágúst
Tvö gegn Fram á Grindavíkurvelli 5.ágúst
Eitt gegn Keflavík á Keflavíkurvelli 26.júlí
Tvö gegn Haukum á Vodafonevelli 21.júní
Tvö gegn Breiðablik á Kópavogsvelli 14. júní
Eitt gegn Val á Grindavíkurvelli 25.júní

Mynd: Ondo rennir boltanum framhjá markverði KR á Grindavíkurvelli á dögunum. Hann skoraði tvívegis í þeim leik. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson