Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Ondo átti þátt í öllum fimm mörkum Grindvíkinga
Þriðjudagur 11. ágúst 2009 kl. 11:35

Ondo átti þátt í öllum fimm mörkum Grindvíkinga

Framherjinn Gilles Ondo átti magnaðan leik fyrir Grindvíkinga í glæstum stórsigri þeirra á Þrótti, 1-5, í síðustu umferð Pepsi-deildar karla. Hann átti stóran þátt í öllum fimm mörkum Grindvíkinga, sem hafa verið  á mikilli siglingu í síðustu leikjum.

Hann lagði upp mörk Scott Ramsey, Óla Baldurs Bjarnasonar og Jósef Kristinn Jósefsson og átti skot sem markvörður Þróttar varði út á Pál Guðmundsson og fékk aukaspyrnu sem Ramsey skoraði einnig úr.

Sannarlega frækin frammistaða hjá þessum lipra leikmanni sem er markahæsti maður liðsins með 6 mörk í 14 leikjum í sumar.

VF-mynd/Hilmar Bragi - Ondo skorar gegn Valsmönnum á dögunum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024