Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ómar Örn leggur skóna á hilluna
Mynd: Karfan.is.
Föstudagur 20. apríl 2018 kl. 11:51

Ómar Örn leggur skóna á hilluna

Ómar Örn Sævarsson, miðherji Grindavíkur í körfubolta, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Karfan.is greinir frá þessu. Ómar er 36 ára gamall en hann hefur leikið körfu frá því að hann var 15 ára gamall og hefur hann því leikið körfubolta í 21 ár. Ómar lék fyrst með ÍR, sem er uppeldisfélag hans en hann gekk til liðs við Grindavík árið 2010, Ómar hefur einnig leikið fjóra landsleiki fyrir íslenska landsliðið í körfu.

„Ég ætlaði að hætta eftir síðasta tímabil, en það var bara alltof erfitt. Þurfti smá aðlögunartíma til að venjast tilhugsuninni. Þetta er búið að vera alltof stór partur af lífi mínu til að bara hætta bara svona beint eftir hreinan úrslitaleik við KR.
Ég er búinn að æfa með meistarflokk síðan ég var 15 ára gamall minnir mig. Þurfti eitt tímabil þar sem ég var í minna hlutverki en ég hef verið lengi held ég. Annars spilar líka inní að skrokkurinn er orðinn lúinn, ég get ekki lengur þessa hluti sem ég gat. Ég held að ég hafi í alvörunni hugsað „Jæja er þetta ekki farið að vera gott“ þegar að Kristó tróð yfir mig í DHL Höllinni. Annars eru blendnar tilfinningar á heimiilinu, börnin brjáluð út í mig, konan stressuð yfir því að hafa mig heima öll kvöld og ég veit ekkert hvað ég á að gera“, sagði Ómar í samtali við karfan.is.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024